Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2447 svör fundust

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hver er yngsta þjóð í heimi? Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona? Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á ...

Nánar

Hvað er kona?

Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...

Nánar

Eru orðin kona og queen eitthvað skyld?

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, samanber beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna. En hvað með ensku? Sami orðstofn er til...

Nánar

Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og...

Nánar

Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?

Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...

Nánar

Hvert er algengasta nafn á Íslandi?

Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...

Nánar

Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?

Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði o...

Nánar

Hver er elsta manneskja sem hefur lifað og hvað lifði hún lengi?

Japaninn Shigechiyo Izumi varð allra karla elstur. Izumi fæddist 29. júní árið 1865 og dó 21. febrúar 1986, líklega af völdum lungnabólgu. Hann náði því 120 ára aldri, og 237 dögum betur. Það er aftur á móti hin franska kona Jeanne-Louise Calment sem hefur lifað lengst allra. Hún fæddist í 21. febrúar árið 187...

Nánar

Hvað er kynímynd?

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...

Nánar

Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?

Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...

Nánar

Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?

Orðið fóstri var í fornu máli bæði notað um þann sem tók einhvern í fóstur og þann sem var í fóstri hjá einhverjum. Sama gilti um orðið fóstra. Það var bæði notað um konuna sem tók einhvern í fóstur og stúlku sem tekin var í fóstur. Í nútímamáli virðist merkingin ‘fósturfaðir’ og ‘fósturmóðir’ ríkjandi í orðunum f...

Nánar

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....

Nánar

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

Nánar

Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?

Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...

Nánar

Fleiri niðurstöður